6.05 –
21.05.2022
@ Listval, Grandi

Nína Óskarsdóttir

Practice

Á sýningunni Iðkun sýnir Nína Óskarsdóttir röð nýrra skúlptúra þar sem hún veltir fyrir sér hugmyndum um heilagleika í menningarlegum skilningi. Hvernig er heimili okkar heilagt ef það er það yfirhöfuð og hvaða merkingu hefur heilagleiki fyrir okkur í nútíma samfélagi? Skúlptúrana vinnur Nína úr steinleir og keramík og er hver skúlptúr handmótaður og unninn út frá þeirri hönnun og fagurfræði sem birtist í trúarlegri iðkun. Handverkið er þannig tvinnað saman við hugmyndir um okkar menningarlegan uppruna og trú, hinn efnislega heim og þá iðkun sem sjálft handverkið felur í sér. En hvers konar iðkun, hvort sem hún snýr að okkar eigin heimili, listsköpun eða trú krefst staðfestu og alúð og það mun sýningin jafnframt kristallast um.

Nína Óskarsdóttir útskrifaðist með MA gráðu í myndlist árið 2020 frá Listaháskóla Íslands þar sem hún kláraði einnig BA nám sitt árið 2014. Nína vinnur aðallega með skúlptúr og innsetningar og notfærir sér þá efni á borð við keramík, textíl, ljós og hverfulan efnivið, s.s. vatn, eld og matvæli. Verk hennar einkennast af efniskennd og hugmyndum um menningarlegan uppruna okkar og taka oft á sig trúarlegan blæ.

Shopping Cart