fbpx
13.01 –
28.01.2023
@ Listval, Grandi

Georg Óskar, Hulda Vilhjálmsdóttir, Kristín Morthens og Steingrímur Gauti Ingólfsson

Mens et Manus

Á sýningunni Mens et Manus eru valin verk eftir myndlistarmennina Georg Óskar, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristínu Morthens og Steingrím Gauta Ingólfsson. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að vinna út frá eigin tilfinningum, upplifunum og umhverfi þar sem sköpunarferlið sjálft, tilviljanir og hugskot leiða þau áfram í átt að lokaniðurstöðu, hver á sinn ólíka hátt.

Georg Óskar (b. 1985) graduated from the School of Visual Arts in Akureyri in 2009 and completed a master's degree in fine arts at the Bergen Academy of Art and Design in Norway in 2016. Georg Óskar's works often carry a whimsical touch, capturing everyday objects and the present moment in a unique way. He seizes interesting events in the air, unleashes his imagination, and creates his own world on the canvas. Georg Óskar has exhibited his works internationally, including in Spain, Germany, China, Switzerland, Norway, and Iceland. He resides and works in Oslo, Norway.

Hulda Vilhjálmsdóttir (f. 1971) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000. Hún tók diplómanám í leirmótun og keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008. Hulda er þekkt fyrir persónulegt myndmál og hefur þróað með sér einstakt næmni fyrir hinu mannlega í verkum sínum. Árið 2007 hlaut Hulda tilnefningu til Carnegie ART verðlaunanna og árið 2018 tilnefningu til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. 2019 hlaut Hulda myndlistarverðlaunin Tilberann. Hulda hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu listasafna og einkaaðila. Hulda býr og starfar í Reykjavík.

Kristín Morthens (f. 1992) útskrifaðist árið 2018 með BFA í málaralist frá OCAD háskóla í Torontó, Kanada þar sem hún hlaut heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í málun. Í verkum hennar eru frásagnir af nánd, aðskilnaði og mörkum túlkaðar út frá líkamlegum formum innan óræðra rýma, sem virðast tilheyra öðrum heimi. Verk Kristínar hafa verið sýnd á sýningum í söfnum og galleríum á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum og Kanada. Kristín býr og starfar í Reykjavík.

Steingrímur Gauti Ingólfsson (f. 1986) lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið virkur í sýningarhaldi síðastliðin ár. Steingrímur Gauti nálgast málverkið af alúð og léttleika, með því að aðskilja sjálfið og fyrirframgefnar hugmyndir frá daglegu sköpunarferli sínu. Hann hefur tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis og haldið allnokkrar einkasýningar. Nýlegar sýningar eru m.a. Soft Approach í Galerie Marguo í París, Life in a Day í Diller Daniels í Zurich og Allt á sama tíma í Hafnarborg. Verk Steingríms má finna bæði í opinberum- og einkasöfnum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Steingrímur Gauti býr og starfar í Reykjavík.

Shopping Cart