2.09 –
8.10.2022
@ Listval, Grandi

Dóra Emilsdóttir & Kristín Gunnlaugsdóttir

Portrett 129

doubletrouble is the name of the collaborative artistic work of the visual artists Halldóra Emilsdóttir and Kristín Gunnlaugsdóttir. Both of them have been working in visual arts since their studies at the Iceland University of the Arts, where their friendship began. In the beginning of 2020 or the onset of the COVID-19 pandemic, they decided to initiate a collaboration in the painting of portraits, where one would start, and the other would take over. Both were considered the authors of the work in this manner. The name doubletrouble is not coincidental, as lightness and humor characterize both the friendship and collaboration of these two friends. The critique and demands on the artistic outcome, without any mediators, are the same for both and are based on the trust of a longstanding friendship. In total, there were 129 portraits.

Works

Væntanlegt

Dóra Emilsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og einnig lauk hún MA námi við Gerrit Rietveld Academie í Hollandi. Verk hennar hafa auðkennst af samspili hins óræðna og hins hlutbundna í málverkinu. Ljóðræna birtist á mörkum, líkama og landslags, tabú þar sem allt er leyfilegt, glimmer, dúllur, bleikar blúndur, glitrandi ský. Smáatriði alheimsins og allt kemur saman í eina heild og jafnvel lítil atriði leika stóra rullu í frásögninni. Plexiverk/Primadonnur/verk á pappír eru meðal annars verk sem til eru víðs vegar í opinberri eigu og einkaeign fólks. Dóra hefur haldið ótal einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Kristín Gunnlaugsdóttir (f. 1963) hóf snemma myndlistarnám í Myndlistaskólanum á Akureyri eða 1975 með námskeiðum og lauk þaðan fornámi 1986. Hún lauk útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskólanum 1987. Á árunum 1987 – 1988 dvaldi hún í klaustri í Róm og lærði þar íkonagerð og málun. Árið 1995 útskrifaðist hún með láði frá Accademia di belle Arti í Flórens. Í myndlist sinni vinnur Kristín aðallega málverk, veggteppi með útsaumi, teikningar, eggtemperur með blaðgulli og vatnslitamyndir. Kristín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í listviðburðum heima sem erlendis. Hún hefur einnig kennt myndlist við Myndlistaskólann í Reykjavík, Listaháskólann og Einar Granum Kunstskole Oslo. Kristínu var veitt íslenska fálkaorðan fyrir framlag sitt til myndlistar 2018.

Shopping Cart