fbpx
19.10 –
9.11.2024
@ Listval Gallery

Steingrímur Eyfjörð

1978

Fyrir sýninguna 1978 hefur Steingrímur Eyfjörð unnið með hugmyndir og handrit að verkum sem vísa til tímabilsins 1957 til 1981 í íslenskri listasögu.

Verkin á sýningunni eru hugleiðingar Steingríms um avant-garde tímabilið í íslenskri myndlistarsögu og hans persónulega sýn á listasögu þessa tíma. List um list, eða lifandi listasaga eins og hann kýs að kalla hana og þá sem mótvægi við opinbera listasögu. 

Hluti af sýningunni verður útgáfurit sem fjallar ítarlega um verk sýningarinnar ásamt rituðu efni um tímabilið. Þar verður einnig birt samtal sem Steingrímur átti í sumar við Auði Hildi Hákonardóttur, Benedikt Hjartarson, Guðlaug Míu Eyþórsdóttur, Halldór Björn Runólfsson, Margréti Elísabet Ólafsdóttur og Unnar Örn, þar sem umræðuefnið var söguleg þróun myndlistar á þessu ákveðna tímabili í íslenskri listasögu.

Þess má geta að í ár fagnar Steingrímur Eyfjörð 50 ára myndlistarafmæli. 

Inngangur

Á vormánuðum 2023 fór ég að velta fyrir mér að búa til persónuleg listasöguleg verk sem væru byggð á raunverulegu avant-garde tímabili í íslenskri myndlistarsögu. Tímabil sem stóð yfir frá 1957 til 1980. Ég miða við þegar Dieter Roth flutti til landsins 1957 og til þess að Suðurgata 7 og tímaritið Svart á hvítu hættu og Nýlistasafnið flutti í varanlegt húsnæði að Vatnstíg 3b, en Nýlistasafnið var stofnað 1978 og Suðurgata 7 var stofnuð 1977. SÚM hópurinn var stofnaður 1965 og þá varð til rof í íslenskri myndlist. Olíumálverkið hætti að vera ráðandi miðill í myndlist og alveg nýir miðlar og hugmyndir tóku við.

Ready-made hugmyndir Marcels Duchamps og hugmynd Dicks Higgins um intermedia höfðu gífurleg áhrif. Ef þú kallaðir þig listamann þá gastu sagt að hvað sem er væri list, allt var í raun og veru mögulegt listaverk. Spurningin var hvað er list og hvað er ekki list, en eftir 1980 breytist spurningin um list í hvað sé hægt að selja og hvað ekki sé hægt að selja sem listaverk.

Það má segja að á þessu ákveðna tímabili hafi myndlist verið sköpuð á sínum eigin forsendum og sögu. Bæði gallerí SÚM og gallerí Suðurgata 7 voru óhagnaðardrifin listamannarekin rými og síðan auðvitað Nýlistasafnið. Eftir 1980 urðu til mjög mörg óhagnaðardrifin listamannarekin rými en flest hafa lifað stutt, nema Kling og Bang sem er tuttugu ára á þessu ári.

Söguleg vitund var mjög sterk á þessum tíma. Ég á við að allt sem var gert og allt sem var framkvæmt var nauðsynleg söguleg framvinda. Listamenn hér voru í tengslum við aðra listamenn út um allan heim og starfsemi listamanna sem voru eins og við með listamannarekin rými og útgáfu. Öll starfsemi hafði þann tilgang að fræða almenning um nýjar aðferðir í listum. George Brecht og Robert Filliou kölluðu þessi tengslanet The Eternal Network. Þar sem var engin miðja heldur var miðjan þar sem þú varst. Filliou sendi bréf til allra sem voru í þessu sérstaka tengslaneti, til að tengja Suðurgötuna og gera hana að hluta af netinu. Þannig fannst okkur að við værum þátttakendur í alþjóðlegri sögulegri framvindu listarinnar. Þannig var SÚM, Suðurgata 7 og síðan Nýlistasafnið, hluti af stærri heild, sem var alþjóðleg heyfing. Við vildum að listamenn réðu yfir sinni eigin sögu og dagskrárvaldið væri myndlistarmanna, en ekki listasafna, listfræðinga og verslunargallería. Við erum sagan og við segjum og skrifum söguna um listina. Það var yfirlýsing Nýlistasafnins þegar það var stofnað. Nýlistasafnið var stofnað til að bjarga nýlist frá gleymsku og eyðileggingu, stofnað til þess að listamennirnir skrifuðu sína eigin sögu.

Það má segja að það sé Selmu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands (1961-1987) að þakka að Nýlistasafnið varð til. Listasafn Íslands hundsaði algjörlega allt sem var kallað nýlist. Og þegar Bera Nordal tók við að Selmu sem safnstjóri Listasafns Íslands 1987 þá fór hún að kaupa verk eftir SÚMarana og yngri listamenn, hreinlega til að fylla upp í listasögulegt gat sem Selma hafði skilið eftir í íslenskri myndlistarsögu.

Þegar ég fór að velta fyrir mér sýningu á hugleiðingarverkum um avant-garde tímabilið í íslenskri myndlistarsögu ákvað ég að gera verk sem eru tilraun að persónulegri sýn á listasöguna þar sem dagskrárvaldið er fært úr höndum listfræðinga, listasafna og verslunargallería, yfir í hendur listamannanna sjálfra. Allir listamenn hafa að sína persónulegu sýn á listasöguna, sem mætti kalla lifandi listasögu. Þá sögu þarf að segja sem mótvægi við opinbera listasögu.

Reykjavík, Jónsmessa, 24. júni, 2024 Steingrímur Eyfjörð

Works

16 áróðurspóstkort
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
81
x 67 cm

Price on request

SE0169
a) Salt seller b) Can one make works whichare not works of “art?“ Marcel Duchamp 1913
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
30
x 40 cm

Price on request

SE0165
a) TCA/SCA / Theoretical Conceptual Art / Stylistic Conceptual Art, Joseph Kosuth, THE FOX 1975 b) upside down / downside up
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
48
x 75 cm

Price on request

SE0163
a) Tilgátubrot úr brotum úr brotum af gagnrýni um abstrakt myndlist 1976, 2024 Málningarsprey á álplötu, 52 x 52 cmb) Myndlistargagnrýni sem uppskrift af abstarkt málverki, 1976
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
52
x 52 cm

Price on request

SE0166
Að endurheimta hakakrossinn
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet

Price on request

SE0164
Dauði málverksins
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
30
x 30 cm

Price on request

SE0171
Homage to Ben Vautier
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0151
Homage to Dick Higgins
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0152
Homage to Dieter Roth
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0153
Homage to Dorothy Iannone
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0154
Homage to George Brecht
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0155
Homage to Joseph Beuys
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0156
Homage to Magnús Pálsson
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0157
Homage to Marcel Broodthaers
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0158
Homage to Marcel Duchamp
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0159
Homage to Mary Beth Edelson
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0160
Homage to Öyvind Fahlström
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0162
Homage to Robert Filliou
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 70 cm

Price on request

SE0161
Neyslan er hugverk, Vöruleikritið er skop- stæling á útópískum aðstæðum 1978
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
50
x 64 cm

Price on request

SE0168
Óvænt svar!
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet

Price on request

SE0167
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet

Price on request

SE0170
Taktu sénsinn
Blackboard paint, Humbrol model enamel on aluminum sheet
110
x 90 cm

Price on request

SE0150

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) er meðal hinna fremstu í þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem fram kom á áttunda áratugi síðustu aldar. Í vinnu sinni nýtir hann sér fjölbreytta miðla, þar á meðal ljósmyndun, teiknimyndir, myndbönd, málun, skúlptúra, gjörningalist, skrif og innsetningar. Efnisvalið er álíka fjölbreytt; hann sækir innblástur í jafn ólíkar áttir og þjóðsögur, Íslendingasögur, tískutímarit, trúarbrögð, hjátrú, krítíska teoríu og margs konar annað efni úr samtímanum, í meðförum hans skarast þau á margræðum tengipunktum þannig að úr verða marglaga verk, á stundum rugla þau mann í ríminu en í þeim birtist ævinlega skýr og óvænt sýn á þau viðfangsefni sem unnið er með. Steingrímur var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2007.

Shopping Cart