graphite á pappír rammað í hnotu með lista, kartoni og spegilfríu gleri
37
x 27 cm
75.000 kr.
KM02
Korkimon (f. 1995) er fjölþátta listamaður sem stígur inn og út úr útgáfum af sjálfu sér. Þau starfa og búa í Reykjavík, og útskrifuðust með myndlistar-og kynjafræðis fókuseraða BA gráðu frá Sarah Lawrence College (2017). Það er metnaðargræðgi og eltingaleikur við greddu tilfinninguna við að skapa eitthvað nýtt sem drífur þau áfram. Einfari í eðli sínu og vilja fá að gerjast í friði — þau treysta ferlinu. Korkimon skoðar ýmist hvernig cis-kven líkaminn getur stillt sér upp með ógnandi hætti án þess að snerta hvorki karlmannlegar né kynþokkafullar hugmyndir.
Fyrir listamanninum vakir sú löngun að trufla hefðbundna fagurfræði og að draga klassísk kynhlutverk í dilka, sem og leitin að hvar, hvernig og hvenær tilveruleyfi listamannsins myndast. Trúin um að tilheyra ekki neinni heild og þráin að fá að vera með er sterk í ferli og stefnu listaverkanna. Hvað þarf til þess að fóta sig í hinum ýmsu veröldum sem annað fólk tilheyrir?