Myndlist á Íslandi
Tímaritið Myndlist á Íslandi (Art in Iceland) er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku. Ritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist.
Í tímaritinu eru fjölmargar greinar, viðtöl og umfjallanir, m.a. um sýningar og viðburði á undangengnu ári, fjallað er á gagnrýnan hátt um starfsumhverfi myndlistarinnar og stöðu þess listafólks sem myndar senuna á Íslandi. Við birtum umfjöllun Myndlistarráðs um handhafa Myndlistarverðlaunanna árið 2022, listaverk í pappírs galleríinu okkar, umfjöllun um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum, aðsendar greinar og fleira.
Í ritstjórn sitja Starkaður Sigurðarson, Becky Forsythe og Hólmar Hólm en tímaritið er samstarfsverkefni fjölda aðila í myndlistarsenunni.
ADDITIONAL INFORMATION
If you would like more information about the artwork or the artist, please send us an inquiry using the button below.
Receive a message when new works by the relevant artist are listed.