fbpx

Héðinsfjarðará 7
, 2024
olía á striga
120
x 100 cm
1.100.000 kr.
SBB023
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá the École des Arts Decoratifs í Strassborg í Frakklandi. Sigtryggur hefur í málverkum, ljósmyndum og vatnslita-myndum gert afmörkuðum náttúrufyrirbrigðum skil. Vatnsfletir hafa verið leiðandi stef í verkum hans, straumvatn og haffletir sem endurspegla hinar höfuðskepnurnar, ljós, loft og jörð og einstaka krafta náttúrunnar svo sem vind og þyngdarafl. Sigtryggur hefur einnig reynt að skýra og draga fram uppbyggingu eða niðurröðun hlutanna í heiminum meðal annars með myndum af blómabrekkum og laufskrúði trjáa. Spurningar, um erindi nútímamannsins út í ósnortna náttúru og ábyrgð mannsins gagnvart henni, marka nú vinnu listamannsins með vaxandi þunga. Verk Sigtryggs hafa verið sýnd á einkasýningum og samsýningum á helstu söfnum hérlendis. Einkasýningarnar eru orðnar vel á fjórða tug. Verk hans eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Háskóla Íslands, Listasafnsins á Akureyri, Listasafns Reykjanesbæjar, Hæstaréttar Íslands, Landspítalans og Gerðarsafns og ýmissa fyrirtækja og einkaaðila. Sigtryggur hefur kennt við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlistaskóla Kópavogs og Myndlistaskólann á Akureyri. Sigtryggur sat í safnráði Listasafns Íslands um fjögurra ára skeið.

ADDITIONAL INFORMATION

If you would like more information about the artwork or the artist, please send us an inquiry using the button below. 

Email*
Name*
Message*
Newsletter

Vatnslitur
128
x 106 cm
1.150.000 kr.
SBB022
Shopping Cart