Eva Schram er listakona, búsett í Reykjavík. Í sköpun sinni dvelur hún á mörkum ljóð- og myndlistar. Í þeim aðferðum sem Eva notar til að formgera hugarsmíð mætir sjónlistin orðlistinni í afurð ljósmynda, gjörninga, vídeóverka og kveðskapar. Tungumálið er miðlægt tjáningarform Evu og undirrót hvers verks. Hún gerir tilraunir til að yrkja í augsýn með því að samtvinna orð og mynd í svokölluðum sjónljóðum. Verk hennar eru persónuleg og segja gjarnan sögu án þess styðja sig við línulega frásögn.
Shopping Cart