Á síðustu árum hefur Gjörningaklúbburinn þróað grafík aðferð sem einna helst mætti kenna við gjörninga, svokallað “Action Print”, stefnumót augnabliksins, þar sem textíll mætir pappír og skilur eftir sig ummerki sem aldrei verða endurtekin. Að þessu sinni er það slæðan sem er í aðalhlutverki, þessi sakleysislegi og léttleikandi efnisbútur sem einnig getur verið hápólitískur, allt eftir því hvernig og í hvaða samhengi hún er notuð. Slæðu serían er þrykkt með fjölbreyttum slæðum, þykkum, þunnum, misstórum og munstruðum, þar sem léttleiki og alvara vega salt í djúpfjólubláum, svarbláum og dumbrauðum tónum prentlitanna. Áður hefur Gjörningaklúbburinn unnið með sömu aðferð, röð verka, þrykkt með nælonsokkabuxum, þar sem hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins fékk að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leikgleði.
ADDITIONAL INFORMATION
If you would like more information about the artwork or the artist, please send us an inquiry using the button below.