Halldór Ragnarsson (f. 1981) lauk B.A. gráðu (2007) og M.A. gráðu (2014) frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands eftir að hafa numið heimspeki og kennslufræði áður við Háskóla Íslands. Halldór á 13 einkasýningar að baki ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga; bæði hér og erlendis. Einnig má nefna að Halldór gaf út ljósmynda- og ferðabókina Leit að lífi árið 2018 sem er að miklu leyti byggð á dagbók hans á 3 mánaða ferðalagi listamannsins í suður Karíbahafi.
Shopping Cart