fbpx
Viðtal við Ynju Blævi: Að fanga kjarna og nærveru með ljósríkri teikningu

Written by Alžbeta Chropúvková

Ynja Blær, an Icelandic artist, freshly graduated with a BA in Fine Arts from the Iceland University of Arts in 2023, is known for her meticulous pencil drawings. Ynja redefines this traditional medium by infusing it with layers of time and energy, when each drawing, created over weeks, captures a slow, thoughtful process akin to a long exposure photograph. To see her work up-close, on behalf of Listval, I visited Ynja in her home studio. We talked about the way she explores spaces and the subtle interplay of light and feeling, aiming to capture the essence of a place or even the presence of its inhabitant. Her current exhibition, A Pause is now on display at Listval.

Only if oil would mix with water

“Opening my shell was a huge step. I remember when I made the first piece that I actually saw as an artwork, because you start school and you’re just making stuff, being creative… And then, I made one piece that I thought—I feel like this is an artwork. It sounds strange to say, but that was a strong feeling. I realized I’m tapping into such a truthful place within myself,” Ynja recalls her first year at arts school. 

“And expressing such a truth means it’s suddenly not hard to exhibit or show to people, because it’s just the truth. I’m not second-guessing or trying to understand. When you know something is true, you’re not afraid of it. There’s no shame in anything that comes so organically from you. It’s organic and it feels good to be seen. Truthfully, I think that’s what art is about,” she concludes.

“And what was this piece?” I ask.

“It’s actually in the room behind the camera,” Ynja points at the door leading to the bedroom.

“Can you show me?” I beg politely, while we’re already making our way to the room next door. 

“It’s a pencil drawing as well, called If oil would mix with water,” Ynja stops next to the drawing hanging on the wall and I switch the gaze from her on the piece.

“When I was a kid, I used to have this feeling like my energy would stop in my fingers. I was always annoyed with them because I felt like my energy would just stop there for some reason. But I wanted it to let go and mix into the environment. So this drawing is an illustration of that feeling— if the surface of an oil drop could just evaporate, and the oil could mix in. That’s what I was craving.”

Capturing Ynja

Listval: Ynja, could you draw yourself to us, outlining your own background?

My name is Ynja. I’m an artist… well, yeah. I had to think for a moment if I even wanted to say that, but yes, I’m an artist. I studied at the Iceland University of Arts in the BA  Fine Arts program. I did take a year off when Covid hit, during which I went to Paris for a few months. It was a time for drawing and gathering inspiration while most things—like workshops and facilities—were shut down. I graduated last year, and now I’m slowly working on my MA in Creative Writing. It’s something I’m taking my time with. For example, right now, I’m taking a semester off to focus on my art. It’s a gradual process.

Listval: Why did you choose creative writing?

Writing is an integral part of my creative process. Almost every piece I create starts with writing, especially in the morning. I have this ritual of automatic writing when I first wake up. I find that during that time, forgotten thoughts and my imagination resurface. It’s like my creativity is at its strongest in those early hours. There’s a certain poetry within me in the mornings. Through years of journaling and writing, I wanted to develop that muscle further. I’d love to eventually weave writing and drawing together in some way.

Listval: How would you describe your artwork?

I create small pencil drawings, not very large pieces. I spend a lot of time on each one, working with a 0.3 pencil. Every drawing is like a long entry in a journal. Since I might spend a month on a piece, that month becomes condensed into the drawing. I’m not sure if it shows, but time is an essential element in my work. I see each drawing as a poem or journal entry.

Listval: Are there any themes you keep on gravitating toward and are constantly recurring in these journal entries of yours?

I love magical realism, but not necessarily in the sense of real magic. It’s more about capturing the peculiar or strange elements that make everyday life magical. Another important aspect is this core essence of being—something boundless, without walls—that I’m always trying to capture. I’m obsessed with it, and I think that’s why I keep creating. There’s always something I’m trying to grasp in my work.

Listval: How do you approach selecting the imagery for your drawings? Is there a guiding principle or philosophy behind it?

Much of it is tied to the idea of space. I think it’s partly because I feel quite airy and spacey myself. People often tell me I seem grounded, but I’m not—I’m constantly in the clouds, my mind always moving. So I’m constantly trying to ground myself, and creating spaces in my work helps with that. Space can convey so much, and it holds me in place. I often turn to Gaston Bachelard’s The Poetics of Space for inspiration. It’s like my bible. I open it, and there’s always something there to spark an idea.

Listval: Were there any specific works of art or artists who influenced your decision to pursue art?

When I was growing up, I was really into ballet. I did ballet for ten years and spent so much time watching it. Svetlana Zakharova, for example, was my idol. I was completely obsessed with ballet. But eventually, I started realizing there were other creative influences around me, especially my mother, who is an artist. I drew a lot as a kid, and I was always creating things, but it was just a normal part of life—like it is for any child, I think. Watching my mother prepare for exhibitions, though, made me think, this is the last thing I want to do!

Listval: And here you are. Sounds like your perspective shifted over time. What exactly changed?

Well, as a teenager, I saw my mom’s artistic process as too exposing. I was a really sensitive kid—personal space was sacred to me, and being an artist seemed like such a vulnerable thing to do. But as I got older and started understanding myself better, I realized that self-expression is a huge part of becoming who you are. For me, art became a way to open up my shell.

Colors of the pencil mark

Listval: Your tool is primarily pencil—a medium that’s at first glance almost inseparable from you. What draws you to it, and what do you feel it helps you express?

I’m in love with the texture of pencil on paper. There’s something about the grainy feel of the pencil that I’m drawn to. And sometimes, I feel like I can even see color in the gray shades of the pencil marks. It’s strange, but it feels like there’s this hidden color in there. Also, I’m kind of a control freak when it comes to my art, and pencil gives me a lot of control. With painting or other mediums, there are so many variables, and things can go wrong or get messy. With a pencil, I feel like I have complete control over the process. But that’s not the only reason—I’ve worked with other mediums too, like painting, wood, clay, even video—but none of them express what I’m trying to communicate as well as a pencil does. It just does the job perfectly for what I’m trying to achieve.

Listval: Your drawings seem to take a lot of time and care. How long does it usually take to finish one, and how do you keep your creative flow going?

The drawings for this exhibition take about three weeks each, but the bigger and darker they are, the longer they take. I work around three hours a day on them, and that seems to be the right balance. At one point, I was drawing five to seven hours a day, especially when I was in school, but it completely drained me. I didn’t want to touch a pencil ever again after that. I realized I needed a sustainable way to keep working, and now I’ve found that drawing for three hours a day is my sweet spot. It keeps the process enjoyable, and I don’t burn out..

Young art scene of Reykjavík

Listval: What’s your take on the art scene for up-and-coming artists in Iceland? Do you feel like galleries here are opening doors for young and new voices?

I believe galleries here are open to young artists, though it does depend on the space. Some are definitely more closed off, which makes sense for how they operate. I see a lot happening within my group of graduates—there are exhibitions, opportunities, and growth. Reykjavik is a great place to start as an artist. In a big city, you might get lost, and in a small town, you might not have many opportunities. But here, it’s a perfect balance for someone taking their first steps.

Listval: Ynja yourself, you’re currently working on an exhibition for Listval. Can you share with us some thoughts on what we can expect?

The working title for the exhibition is Pása, or A Pause. I think I’m leaning toward that because a common element in my drawings is this moment of pause. People often describe my work as calm, using the word kyrrð in Icelandic, which I love. It’s a stillness, a calmness. I’ll be showing five drawings as part of a series, and there will be one piece that’s a little different. I’m really excited about it. I’m using grágrýti—which is this common stone you see along the Icelandic coast—to create that one. I’m really looking forward to showing it. I already have three of the drawings ready, and I’m still working on the last two.

To see how A Pause turned out, you can visit us at Listval. The exhibition will run only until October 12th.


Íslensk þýðing

Viðtal við Ynju Blævi: Að fanga kjarna og nærveru með ljósríkri teikningu. 

Ritað af Alžbeta Chropúvková
Íslensk þýðing Sunna Axels

Ynja Blær, íslenskur listamaður, nýútskrifuð með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023 er þekkt fyrir nákvæmar blýantsteikningar. Ynja skilgreinir á nýjan hátt hina hefðbundnu blýantsteikningu með því að fylla hana með lögum af tíma og orku, þar sem hver teikning, sem gerð er yfir nokkrar vikur, fangar hægt, íhugandi ferli líkt og ljósmynd sem tekin er með víðu ljósopi. Til að sjá verk listamannsins í návígi heimsótti ég Ynju á vinnustofuna. Við ræddum um hvernig hún skoðar rými og samband þess við fínlegan leik milli ljóss, skugga og tilfinninga. Markmið listamannsins sé að fanga kjarna staðarins og jafnvel nærveru íbúa hans.

Fyrsta einkasýning hennar, “Pása”, er nú til sýnis hjá Listval.

Ef olía skyldi blandast vatni

„Að opna skelina var gríðarlega stórt skref. Ég man þegar ég gerði fyrsta verkið sem ég í raun sá sem listaverk, því þú byrjar í skóla og ert bara að búa til hluti, vera skapandi… Síðan gerði ég verk þar sem ég staldraði við og hugsaði – mér líður eins og þetta sé listaverk. Það hljómar undarlega að segja það en tilfinningin var sterk. Ég áttaði mig á því að ég var að ná að skyggnast inn í falinn sannan stað innra með mér,“ segir Ynja meðan hún rifjar upp fyrsta árið sitt í listaháskólanum.

„Að tjá slíkan sannleika þýðir að það er skyndilega ekki erfitt að sýna eða deila honum með fólki, því hann er einfaldlega sannleikurinn. Ég er ekki að efast um eða að reyna að skilja hann. Þegar þú veist að eitthvað er satt, þá ertu ekki lengur hrædd við það. Það er engin skömm í neinu sem kemur svona náttúrulega frá þér. Það er lífrænt og gott að vera séð. Satt að segja held ég að það sé það sem listin snúist um í grunninn,“ segir hún að lokum.

„En hvert var verkið sem kallaði fram þessar tilfinningar?“ spyr ég.

„Það er í herberginu á bak við myndavélina,“ Ynja bendir á dyrnar sem leiða inn í svefnherbergið.

„Getur þú sýnt mér það?“ spyr ég kurteislega, á meðan við erum að fara í næsta herbergi.

„Þessi blýantsteikning kallast Ef olía skyldi blandast vatni.” Ynja stoppar við teikninguna sem hangir á veggnum og ég sný augunum frá henni yfir á verkið.

„Þegar ég var barn hafði ég tilfinningu fyrir því að orkan innra með mér stoppaði í fingurgómunum. Ég var alltaf pirruð á þeim og vildi að orkan gæti sloppið út og blandað sér við umhverfið. Þessi teikning er því hugleiðing um þá tilfinningu – ef yfirborð olíudropa gæti einfaldlega gufað upp og olían myndi sameinast vatninu. Það var það sem ég þráði.“

Að fanga/teikna Ynju

Listval: Ynja, getur þú kynnt þig og sagt okkur frá þínum bakgrunni?

Ég heiti Ynja. Ég er listakona… eða, já. Ég varð að hugsa um stund hvort ég vildi yfirleitt nota þá lýsingu á sjálfri mér, en já, ég er listakona. Ég stundaði BA nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. Ég tók árs frí þegar Covid skall á en á því tímabili fór ég til Parísar í nokkra mánuði. Þá hafði ég tíma til að teikna og safna innblæstri á meðan flest allt var lokað. Ég útskrifaðist í fyrra og núna er ég að vinna hægt en rólega að MA í ritlist. Það er eitthvað sem ég er að taka mér tíma í. Ég er til dæmis núna að taka eitt misseri í frí til að einbeita mér að listinni.

Listval: Af hverju ákvaðstu að fara í skapandi skrif?

Skrif eru ómissandi hluti af mínu skapandi ferli. Nær allar teikningar sem ég bý til byrja á skrifum, sérstaklega á morgnana. Þegar ég er nývöknuð er það hefð hjá mér að skrifa. Ég hef komist að því að á þessum tíma koma gleymdar hugsanir og draumar aftur upp á yfirborðið. Það er líka eins og sköpunarkrafturinn sé sterkastur snemma á morgnana en þá er ákveðin ljóðræna innra með mér. Í gegnum ár af dagbókarskrifum og ósjálfráðum skrifum vildi ég þróa þessa vöðva frekar. Ég myndi elska að tengja skrif og teikningu saman á einhvern hátt.

Listval: Hvernig myndir þú lýsa listaverkunum?

Ég geri blýantsteikningar, ekki mjög stór verk og eyði löngum tíma í hverja teikningu með 0.3 blýanti. Hver teikning er eins og löng dagbókarfærsla. Ég gæti eytt mánuði í hvert verk og verður því sá tími samanþjappaður í verkinu. Ég er ekki viss hvort það sé sýnilegt en tími er nauðsynlegur þáttur í verkunum og hver teikning minnir mig á einskonar ljóð.

Listval: Er eitthvað þema sem þú heldur áfram að draga að þér eða eitthvað sem kemur endurtekið fram í dagbókarfærslunum?

Ég elska töfraraunsæi en þó ekki endilega í þeim skilningi að um „raunverulega” töfra sé að ræða. Heldur snúast töfrarnir meira um að fanga undarlega þætti sem gera lífið í hversdagsleikanum þess virði. Annar mikilvægur þáttur er kjarninn sem býr innra með okkur, tilveran sjálf, eitthvað óendanlegt, án veggja, ég er alltaf að reyna að fanga það. Ég er ástfangin af því og ég held að það sé ástæðan fyrir því að ég held áfram að skapa. Ég reyni að gefa þeirri tilfinningu skil í verkunum.

Listval: Hvernig nálgast þú val á myndmáli fyrir teikningarnarnar? Er einhver leiðandi heimspeki þar að á baki?

Mikið af myndmálinu tengist hugmyndum okkar um rými. Ég held að það sé að hluta til vegna þess að ég upplifi mig oft frekar loftkennda og fljótandi. Fólk segir oft að ég virki stöðug en í raun er ég það ekki – ég er alltaf í skýjunum, hugurinn stöðugt á hreyfingu. Svo ég reyni sífellt að festa mig niður og að skapa rými innan í verkunum hjálpar við það. Rými getur tjáð svo margt og það heldur mér á staðnum. Ég fletti oft í gegnum bókina „The Poetics of Space“ eftir Gaston Bachelard til að fá innblástur. Hún er biblían mín. Ég opna hana, og þar er alltaf eitthvað sem kveikir neista.

Listval: Voru einhver ákveðin listaverk eða listamenn sem höfðu áhrif á ákvörðun þína um að stunda list?

Þegar ég var að alast upp, var ég mjög hrifin af ballett. Ég stundaði ballett í tíu ár og eyddi miklum tíma í að horfa á hann. Svetlana Zakharova, til dæmis, var idolið mitt. Ég var algjörlega hugfangin. En ekki leið á löngu þar til ég áttaði mig á því að það væru önnur skapandi öfl í kringum mig, sérstaklega hún móðir mín, sem er listakona. Ég teiknaði mikið sem barn og var stöðugt að búa til hluti en mér þótti það venjulegur partur af lífinu—eins og öllum börnum, hugsa ég. Að horfa á móður mína undirbúa sýningar fékk mig þó til að hugsa að þetta væri það síðasta sem ég vildi gera!

Listval: Hingað ertu síðan komin. Það hljómar eins og viðhorfið þitt hafi breyst með tímanum. Hvað nákvæmlega breyttist?

Þegar ég var unglingur, þá taldi ég listræna ferlið hjá mömmu minni of opinskátt. Sjálf var ég viðkvæm og persónulegt rými því heilagt fyrir mér. Að vera listakona virtist vera of berskjaldandi ferli fyrir manneskju eins og mig. En þegar ég varð eldri og byrjaði að skilja sjálfa mig betur, áttaði ég mig á því að tjáning sjálfsins er stór hluti af því að verða sá sem þú ert. Fyrir mér varð listin leið til að opna skelina.

Ummerki blýants

Listval: Þú notar fyrst og fremst blýant sem miðill og virðist hann við fyrstu sýn vera næstum óaðskiljanlegur frá þér. Hvað er það við blýantinn sem þú heillast að?

Ég er ástfangin af áferð blýantsins á pappír. Það er eitthvað við kornótta áferðina sem blýanturinn gefur af sér sem ég dregst að. Stundum finnst mér eins og ég geti jafnvel séð liti í gráum skuggum blýantsins. Það er kannski sérstakt en mér líður eins og það sé falinn litur innan í skugganum. Einnig finnst mér gott að hafa mikla stjórn á útkomu listarinnar en blýanturinn gefur mér hana. Með málningu eða öðrum miðlum eru svo margar breytur og hlutirnir geta farið úrskeiðis svo auðveldlega eða orðið að óreiðu. Með blýanti finn ég að ég hef algjöra stjórn á ferlinu. Það er þó ekki eina ástæðan og ég hef unnið með aðra miðla eins og málningu, leir, og myndbönd, en ekkert þeirra tjáir það sem ég er að reyna að koma á framfæri eins vel og blýanturinn gerir. 

Listval: Teikningar þínar virðast taka langan tíma og þarfnast mikillar umhyggju. Hversu lengi ertu að vinna í hverju verki og hvernig heldurðu sköpunargáfunni lifandi á meðan því ferli stendur?

Teikningarnar fyrir þessa sýningu tóku um þrjár vikur hver en því stærri og dekkri sem verkin eru því lengri tíma taka þau. Ég teikna í um þrjá tíma á dag og það virðist vera rétt jafnvægi fyrir mig. Í fortíðinni, og þá sérstaklega meðan ég var í náminu, var ég að teikna í um fimm til sjö klukkustundir á dag en það tæmdi mig algjörlega. Ég vildi ekki snerta blýant aftur eftir slíkar tarnir. Seinna áttaði ég mig á því að ég þyrfti sjálfbærari hátt til að halda áfram að vinna og viðhalda sköpunargleðinni. Núna hef ég komist að því að mér finnst gott að teikna í um þrjá tíma á dag því það heldur ferlinu skemmtilegu án þess að ég brenni út. 

Unga listasenan í Reykjavík

Listval: Hvað finnst þér um listasenuna á Íslandi? Finnst þér galleríin hér á landi vera með opnar dyr fyrir unga listamenn?

Ég trúi því að galleríin hér séu opin fyrir ungu listafólki þó að það sé vissulega háð rýminu sjálfu og hvernig þau starfa. Sum gallerí eru auðvitað meira lokuð en önnur. Það er mikið að gerast innan útskriftarhópsins míns—sýningar, tækifæri og vöxtur. Reykjavík er frábær staður til að byrja sem listamaður. Í stórborg gætirðu týnst en í smábæjum væri kannski fátt um tækifæri. Þannig að mínu mati er hér fullkomið jafnvægi fyrir þann sem er að taka sín fyrstu skref innan listasenunnar.

Listval: Ynja, þú ert núna að vinna að sýningu fyrir Listval. Getur þú deilt með okkur nokkrum hugmyndum og hverju við getum búist við að sjá?

Vinnutitill sýningarinnar er Pása. Mig grunar að ég sé að halla mér að þeim titli vegna þess að sameiginlegur þáttur í teikningum mínum er þetta andartak af pásu. Fólk lýsir oft verkum mínum sem rólegum, nota orð eins og kyrrð á íslensku, sem mér finnst fallegt. Ég mun sýna fimm teikningar sem hluta af seríu, og það verður eitt verk sem er svolítið öðruvísi. Ég er virkilega spennt fyrir því, en ég er að nota grágrýti, sem er algengur steinn sem þú sérð við ströndina á Íslandi. Ég er þegar með þrjár teikningarnar tilbúnar og ég er enn að vinna að síðustu tveimur.

Verið velkomin á einkasýningu Ynju Blævar Pása í Listval gallerí, Hólmaslóð 6. Sýningin mun standa til 12. október.

Shopping Cart