3.06 –
9.08.2022
@ Norr11

Þorvaldur Jónsson

The dog is present

Verk Þorvaldar eru einskonar sögusvið þar sem ýmsar atburðarrásir eiga sér stað. Til að mynda má í þeim sjá nakið fólk í hringdans, bófa sem er búinn að týna þýfinu sínu og málara sem stigið hafa í málningu og spora allt út eftir sig. Rauði þráður sýningarinnar er þó hundar að skíta.

Titill sýningarinnar er vísun í verkið „The Artist Is Present“ þar sem höfundurinn, Marina Abramović, sat gegnt gestum sýningarinnar og starði í augun á þeim. Þessi gjörningur hafði þau áhrif að margir gestir upplifðu einlægt augnablik með listakonunni, sumir brotnuðu jafnvel niður, grétu. Á sama hátt er eitthvað mjög einlægt við að horfa í augun á kúkandi hundi, hann algerlega berskjaldaður og óvarinn. Augnablik sem vert er að fanga.

Þorvaldur Jónsson (f. 1984) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hérlendis og utan landsteinanna, til dæmis í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni í Kópavogi, Hafnarborg, Listasafni Akureyrar og Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Þorvaldur er einn af stofnendum Gallery Ports á Laugavegi.

Shopping Cart