14.05 –
17.06.2021
@ Norr11

Hulda Vilhjálmsdóttir

Fljúgðu

Hulda Vilhjálmsdóttir er þekkt fyrir persónulegt myndmál og hefur þróað með sér einstakt næmni fyrir hinu mannlega í verkum sínum. Á sýningunni Fljúgðu má sjá klippimálverk og portrettmyndir. Í þeim fyrrnefndu veltir Hulda fyrir sér andstæðum á striganum; fínleiki mætir hráleika, matt efni mætir glansandi efni og ljósir litir mæta þeim dekkri. Í verkunum notar hún örþunnan japanskan pappír á móti þykkari pappír og málar svo yfir í lögum. Leiðarstefið í þessum verkum er að skapa jafnvægi á milli efnis og forma á myndfletinum. Portrettmyndirnar hefur Hulda þróað í mörg ár. Þær byrjuðu fyrst sem sjálfsmyndir en síðar fór hún að spegla sig við aðrar konur. Konurnar sem sjá má þessari sýningu eiga það sameiginlegt að vera ungar, saklausar og mjúkar á svip. Í sköpunarferlinu segist Hulda lifa sig inn í verkin og engin ein formúla höfð að leiðarljósi . Verkin verða þannig til í flæði í bland við ákveðinn aga sem klippiverkin kalla eftir vegna formfestu þeirra.

Hulda Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík 1971. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA gráðu í málun árið 2000. Hún tók diplómanám í leirmótun og keramik við Myndlistaskólann í Reykjavík 2007-2008. Hulda hefur haldið fjölda bæði einka- og samsýninga heima og erlendis og eiga Listasöfn og einkaaðilar verk eftir hana. Árið 2007 var Hulda til tilnefnd til Carnegie ART award og 2018 til Íslensku Myndlistarverðlaunanna fyrir einkasýninguna Valbrá í Kling og Bang. 2020 hlaut Hulda Tilberann, myndlistarverðlaun Nýlistasafnins fyrir störf hennar í myndlist síðastliðna tvo áratugi.

Shopping Cart