The Icelandic Love Corporation / Gjörningaklúbburinn: Seigla

Á sýningunni Seiglu í NORR11 er um tvenns konar verk að ræða, annars vegar einstök nælonsokkabuxnaþrykk þar sem hinn margslungni vísinda- og félagsvefur nælonsins fær að njóta sín í öllum sínum fjölbreytileika og leikgleði og hins vegar veggverkið Seigla sem býr yfir aðdáunarverðri aðlögunarhæfni og styrk þar sem fínlegir nælonsokkar...

Helga Páley – Fugl

„Ég horfi upp í himinn og sé fuglana fljúga fyrir ofan mig. Ég leik mér að því að ímynda mér að ég sé enn barn en tíminn líður. Ég sit í skólastofu, áhugaleysið fær mig til að teikna á spássíur stílabókarinnar. Ég bý mér til mitt eigið tungumál. Framtíðar tungumál.“...

Firnindi

Á sýningunni nálgast myndlistarmennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir, Geirþrúður Einarsdóttir og Lilý Erla Adamsdóttir viðfangsefni sín á fjölbreyttan hátt með ólíkri efnisgerð og hugsun, sem tengjast þó öll náttúrunni. Þá er efniviður listamannanna einkennandi fyrir listsköpun þeirra.  Brynhildur Þorgeirsdóttir (f. 1955) hefur alla tíð unnið með steinsteypu og gler. Í skúlptúrum sínum,...

Lilja Birgisdóttir: Ilmur landslags

Á sýningunni skoðar Lilja Birgisdóttir plöntur og gróður og þann ilm sem þeim fylgir. Ljósmyndirnar eru nokkurs konar portrett af blómunum þar sem hún velur liti plantnanna út frá upplifun sinni á ilminum sem er af blóminu. Í verkum sínum hefur Lilja lengi rannsakað liti og þá sérstaklega hvernig þeir...

Ljósmosagrár út í hvítt

Í verkum sínum skoðar Hadda blæbrigði litanna í náttúrunni og hvernig þeir breytast eftir birtu og í mismunandi veðurbrigðum. Litir steinanna, skeljanna, sandsins, fjallanna og hafsins eru rannsóknarefni Höddu Fjólu. Hún skoðar hvernig litir mosans breytast eftir árstíðum, hvernig frostið hefur áhrif á liti skeljanna og fjallanna í kringum okkur...

Hulda Vilhjálmsdóttir – Fljúgðu

Hulda Vilhjálmsdóttir er þekkt fyrir persónulegt myndmál og hefur þróað með sér einstakt næmni fyrir hinu mannlega í verkum sínum. Á sýningunni Fljúgðu má sjá klippimálverk og portrettmyndir. Í þeim fyrrnefndu veltir Hulda fyrir sér andstæðum á striganum; fínleiki mætir hráleika, matt efni mætir glansandi efni og ljósir litir mæta...

Ásgeir Skúlason: Athugið, athugið

Á sýningunni Athugið, athugið sýnir Ásgeir ofin textílverk þar sem hann notar krullubönd sem flestir þekkja og eru notuð utan um gjafapakka. Hann notar er þriggja ása aðferð svo úr verður ísometrískt munstur sem skapar þrívídd á tvívíðum fleti. Munstrið endurtekur sig út allan ramman og skapar sjónhverfingu. Hin verkin...

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Óreiðukenningin

Á sýningunni Óreiðukenningin veltir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir fyrir sér kerfum og mynstrum og hvernig heimurinn stjórnast í sífellt meiri mæli af kerfum, algóriþmum og kóðum. Sýnileiki þessara kerfa er mismikill og því ekki alltaf ljóst hvað stýrir hverju, hvað er orsök og hvað er afleiðing. Titill sýningarinnar Óreiðukenningin vísar í...

STEIN – SKRIFT

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir sýnir ný verk á sýningunni STEIN – SKRIFT í Norr11. Í verkunum veltir Áslaug fyrir sér myndmáli, lestri og skilningi, framsetningu tungumála og skilaboða.  Áslaug vinnur með óhlutbundið myndmál og skoðar hvernig form verða að táknum sem verða svo partar af kerfum eins og myndletri, merkjakerfi eða...

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.