Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon

Dialectic Bubble

23.06 –
3.11.2022
@ Listval, Harpa

Dialectic Bubble var unnið af samstarfsteyminu “It´s the media not you!”, Evu Ísleifs, Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur og Rakel McMahon. Verkið, sem er frá árinu 2019 og var upphaflega gjörningur á húsþaki í Aþenu, fól í sér þriggja sólarhringa samtal á milli listamannanna sem eingöngu átti sér stað í rituðu máli. Með verkinu vildu listamennirnir skoða samtímis ýmsa óvissu og áhrifaþætti samtalsformsins og gjörningarlistformsins. Bæði eru þau hverful, bundin tíma og stað þar sem (framhalds) líf þeirra er alfarið háð skrásetningu í gegnum aðra listmiðla.

Í Listval, Hörpu, býðst áhorfandanum að upplifa verkið í gegnum sýndarveruleika. Gestir fá því tækifæri til þess að upplifa gjörninginn sem fram fór á húsþakinu í Aþenu líkt og þau væru raunverulega stödd á staðnum. Þá verða einnig til sýnis myndræn framsetning á samtölum listamannanna eða hinu Dialectic Bubbles (hugsunarblöðrur), sem telja á sjötta hundrað.

Dialectic Bubble hefur áður verið sýnt í Ltd Ink Corporation, Edinborg árið 2019.

Myndir frá sýningu

Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI