Wonderfollow
, 2022
Prentverk
50
x 70 cm
Prentverkið “Wonderfollow” er klippimynd unnin hvorutveggja í höndunum og stafrænt. Efnið er samsetning teikninga úr skissubókum frá sumrinu 1995 sem eru klipptar saman við nýlegar ímyndir, gjarnan endurunnar úr eigin verkum ásamt öðru efni tengdu sköpunarferlinu.
Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967, býr og starfar í Reykjavík og hefur einnig búið, unnið að myndlist og haldið sýningar í Vínarborg. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 – 94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996 – 98 (MFA). Kristinn Már á að baki yfir 20 einkasýningar auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík 2006 – 2008 og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís. Kristinn Már hefur á ferli sínum prófað mismundandi aðferðir og unnið með ólíka stíla innan ramma málverksins og utan, þar má nefna abstrakt, mónókróm og fígúratíft, innsetningar, hljóðverk, gagnvirk verk, veggmálverk, skúlptúr ofl. Núverandi stíll Kristins Más er að mörgu leiti afsprengi þessarar fjölbreyttu nálgunar, bæði í efnislegum sem og hugmyndafræðilegum skilningi.
082
85.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.