Svifsteinn

, 2020

MDF, akrílmálning, lakk

35 x
35 cm

Svifsteinar eru skúlptúrverk fyrir vegg eftir Freyju Eilíf. Form þeirra gera það að verkum að hægt er að leika sér með upphengi þeirra og innsetningu í rými, en bæði er hægt að hengja þá upp mjög ofarlega á vegg, neðarlega eða hvar sem hentar og þá einnig nokkra saman í einu. Í verkinu nálgast Freyja Eilíf lofsteinana í geiminum, útfærir þá sem veggverk á einfaldan hátt og tengir þannig hversdagslegan veruleika í þyngdaraflinu við ævintýralegt sveim um geiminn.

Freyja Eilíf er fædd árið 1986 í Reykjavík og útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2014. Hún hefur verið virk í sýningarhaldi síðan og sýnt víða um Ísland sem og í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi. Freyja vinnur verk í blandaða miðla og skapar uppsetningar staðbundið inn í hvert rými til að skapa samhljóm við þá skynjun sem hún fæst við hverju sinni. Hún vinnur myndlist með því að framkalla myndir út frá leiðslum inn af ólíkum vitundarsviðum og notar eigin hugbúnað sem verkfæri til að skoða ýmis óvissufræði. Listræn rannsókn Freyju á þessum slóðum er innblásin af post-interneti & post-húmanísma í listum, hugvísindum og dulvísindalegum fræðum. Hún rak Skynlistasafnið í Þingholtunum 2019-2021 og starfrækir Skynlistaskólann sem býður upp á launspekilega og listræna þjónustu.

65.000 kr.

1 in stock

1 in stock

FLEIRI VERK

, 2020
MDF, akrílmálning, lakk
35 x
25 cm
65.000 kr.

1 in stock

, 2020
MDF, akrílmálning, lakk
50 x
30 cm
85.000 kr.

1 in stock