Röðun / Sequencing

, 2021

Akríl og fluorescent akríl á striga

100

x 80 cm

Jón B. K. Ransu (f. 1967, Reykjavík) nam myndlist í Hollandi 1990-1995. Hann fæst aðallega við málverk sem byggja á endurskoðun listaverka eða liststefna sem skráð hafa verið í alþjóðlega listasögu. Í fimmta bindi íslenskrar listasögu sem gefin var út árið 2011 ritar Gunnar Kvaran um listamanninn: „Ransu hefur unnið margvíslegar tilraunir sem tengjast meðal annars eignarnámsmálverki og skynjun áhorfandans. […] En þó sé um að ræða eignarnám er listamaðurinn aldrei ragur við að endurvinna viðkomandi tilvísanir til eigin listsköpunar með því að breyta efni, formi eða samhengi sem hefur í auknum mæli tekið á sig svið ný-módernismans, sér í lagi op-listarinnar, þar sem hann setur saman form og liti sem framkalla skynjunarröskun hjá áhorfendum“ (Gunnar Kvaran, Íslensk listasaga: Frá síðari hluta 19.aldar til upphafs 21. aldar. Nýtt Málverk, gjörningar og innsetningar, Forlagið og Listasafn Íslands, 2011, bls. 85). Ransu hefur einnig verið ötull í að skrifa um myndlist og hefur gefið út þrjár bækur um samtímalist; Listgildi samtímans: Handbók um samtímalist á Íslandi (2011), Málverkið sem slapp út úr rammanum (2014) og Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist (2019), auk þess að vera meðhöfundur bókanna Gerður: Meistari málms og glers (2010) og Valtýr Pétursson (2016).
JBKR001

480.000 kr.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan. 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI