Now & Then
, 2020
Silkiþrykk á striga
50
x 30 cm
Verkið er hugleiðing um tímann, hvernig hann flokkast í tvennt.
Á ferli sínum sem myndlistarmaður hefur Sigurður Atli átt virkan þátt í framþróun grafíklistar í íslenskri myndlist. Að loknu námi við LHÍ hlaut hann styrk frá franska sendiráðinu til framhaldsnáms. Í Marseille lagði hann stund á myndlistarnám með áherslu á myndsmíði, grafík og fjölfeldi og útskrifaðist árið 2013. Á árunum á eftir sýndi hann t.a.m. í Frakklandi, Þýskalandi, Japan og á Ítalíu. Sigurður Atli hefur m.a. haldið einkasýningar í Leipzig, Mílanó, Hamborg, Marseille og Prag og tekið þátt í tugum samsýninga víða um heim. Nýlega tók hann þátt í samsýningum í KPS og Zoetrope í Aþenu, i8 og á Listasafni Íslands og hélt einkasýningar í Ásmundarsal og gallerí Port.
120
Þetta verk er selt
Fáðu send skilaboð þegar ný verk eftir viðkomandi listamann koma á skrá.