Laugavegur
Byggingar- og verslunarsaga aðalgötu Reykjavíkur sögð í máli og myndum og tilraun gerð til að
útskýra hvers vegna hún hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni. Líklega endurspeglar
engin gata á landinu jafn vel tíðarandann í borginni á hverjum tíma og Laugavegur. Fjallað er um þróun borgarrýmisins og húsin sem eru, voru og ekki urðu, en í bókinni er að finna fróðleik um fleiri en hundrað húsnúmer við Bankastræti og Laugaveg. Bókin er afrakstur samstarfs Önnu Drafnar Ágústsdóttur sagnfræðings og Guðna Valbergs arkitekts. Þau eru einnig höfundar bókarinnar Reykjavík sem ekki varð sem kom út árið 2014 en hún var endurprentuð í þrígang og er nú ófáanleg.
Anna Dröfn Ágústsdóttir, Guðni Valberg
Útgefandi: Angústúra
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.
Fáðu send skilaboð þegar ný verk eftir viðkomandi listamann koma á skrá.