Hreyfing / Movement

2018

Teikning á pappír

81 x
61 cm

Upplag: Þetta er einstakt verk

Verk úr seríunni Nýjar teikningar fyrir Alþýðuhúsið um páska, unnið fyrir sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2018.

Meðfylgjandi sýningunni var brot úr ritgerðinni Lof iðjuleysisins eftir Bertrand Russell, 1932 í þýðingu
Gauta Kristmannssonar.

,,Fyrst og fremst ríkir hamingja og lífsgleði í stað taugaveiklunar, þreytu og meltingartruflana. Sú vinna, sem leyst yrði af hendi, nægði til að gera frístundir yndislegar en ylli ekki ofþreytu. Þar sem fólk yrði ekki þreytt í frístundum sínum færi það ekki aðeins fram á óvirkar og innantómar skemmtanir. Að minnsta kosti eitt prósent fólks myndi líklega nota tímann til að sinna verkefnum í almannaþágu og þar sem það þyrfti ekki að reiða sig á að vinna sér til viðurværis, þá væri frumleika þess ekki settar neinar hömlur og það væri ekki nauðsynlegt að laga sig að viðmiðum eldri beturvita. En það er ekki aðeins í þessum undantekningartilvikum að kostir frístunda koma í ljós. Þegar venjulegt fólk, karlar og konur, fær tækifæri til að njóta hamingjuríks lífs, þá verður það vingjarnlegra og ólíklegra til að ofsækja aðra eða tortryggja. Lystin á stríðsrekstri dæi út, að hluta til af þessum sökum, og að hluta til vegna þess að það kallar á mikla og erfiða vinnu frá öllum. Af öllum siðferðilegum eiginleikum er góðlyndi sá sem heimurinn þarfnast mest, og góðlyndi er afleiðing vellíðunar og öryggis, ekki erfiðrar lífsbaráttu. Framleiðsluaðferðir nútímans hafa gefið okkur möguleika á vellíðan og öryggi fyrir alla; við höfum valið, þess í stað, að hafa of mikla vinnu fyrir suma á meðan aðrir svelta. Hingað til höfum við haldið áfram af sama krafti eins og við gerðum þegar það voru engar vélar; að þessu leyti höfum við verið kjánar, en það er engin ástæða til að vera kjáni að eilífu.”

Accompanying the exhibition was fragment of a text by Bertrand Russell from 1932, In Praise of Idleness.

„Above all, there will be happiness and joy of life, instead of frayed nerves, weariness, and dyspepsia. The work exacted will be enough to make leisure delightful, but not enough to produce exhaustion. Since men will not be tired in their spare time, they will not demand only such amusements as are passive and vapid. At least one per cent will probably devote the time not spent in professional work to pursuits of some public importance, and, since they will not depend upon these pursuits for their livelihood, their originality will be unhampered, and there will be no need to conform to the standards set by elderly pundits. But it is not only in these exceptional cases that the advantages of leisure will appear. Ordinary men and women, having the opportunity of a happy life, will become more kindly and less persecuting and less inclined to view others with suspicion. The taste for war will die out, partly for this reason, and partly because it will involve long and severe work for all. Good nature is, of all moral qualities, the one that the world needs most, and good nature is the result of ease and security, not of a life of arduous struggle. Modern methods of production have given us the possibility of ease and security for all; we have chosen, instead, to have overwork for some and starvation for others. Hitherto we have continued to be as energetic as we were before there were machines; in this we have been foolish, but there is no reason to go on being foolish forever.“

KJB002

240.000 kr.

1 in stock

1 in stock

[artplacer_widget id="1"] [artplacer_widget id="2"]

FLEIRI VERK

Uppgufað IV

Teikning á pappír

30 x
25 cm
160.000 kr.
KJB001

1 in stock

Steinn / Stone

Vatnslitur á pappír / Water color on paper

103 x
100 cm
310.000 kr.
KB001
faðmlag-listval-12eccc6d

Snertiþrykk á striga

80 x
50 cm
290.000 kr.
KJB003

1 in stock