Hrafnkell Sigurðsson: Lucid
Hrafnkell Sigurðsson hefur um árabil verið einn athyglisverðasti listamaður íslendinga, ekki síst vegna þess hvernig hann vinnur með ljósmyndamiðilinn. Ljósmyndaraðir hans eru kunnar langt út fyrir raðir listáhugafólks. Hrafnkell þróar myndmál sitt stöðugt, allt frá hinu smæsta í efninu til víðáttunnar í náttúru Íslands, og einnig með manngerðri náttúru í borgum og bæjum þar sem sorppokar og snjóhrúgur taka á sig mynd náttúrulegra skúlptúra. Í bókinni Lucid birtast allar þekktustu myndraðir hans.
Hrafnkell (f. 1963) lærði í Maastricht og London. Verk hans hafa verið til sýninga um allan heim og er að finna í safneignum í Evrópu og Bandaríkjunum.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.
Fáðu send skilaboð þegar ný verk eftir viðkomandi listamann koma á skrá.