Herba Stochia I – 7/8
, 2022
Krækiberjablek á pappír | Crowberry ink on paper
30
x 42 cm
Myndasería sem er útbúin með aðstoð reikniaðferða sem líkja eftir náttúrulegum vexti plantna. Fyrst eru myndirnar reiknaðar út í tölvu. Hver mynd sem verður til í því ferli er einstök. Úr því safni eru valdar myndir til að færa á blað. Myndin er teiknuð með plotter sem hreyfir japanskan pensil yfir blaði. Blekið í pennanum er búið til úr íslenskum krækiberjum. Útkoman er mynd af plöntu sem er í senn lífræn og ólífræn á marga mismunandi vegu. Í þessari seríu eru 8 myndir sem allar eru einstakar og er blekið í þeim búið til úr krækiberjum sem tínd voru í Svarfaðardal í lok ágúst 2021. Áður hafa samskonar myndir verið gerðar í A4 og A6 stærðum.
Halldór Eldjárn er listamaður þvert á listgreinar en hann sameinar tónlist, tækni og hönnun í verkum sínum. Árið 2020 sýndi Halldór í Gryfjunni í Ásmundarsal verkin Plöntuprentari og Herba Stochia I, en þau verk takast á við tölvugerða náttúru. Plöntuprentarinn er vél sem framleiðir mynd af hengiplöntu á strimil, en stærð plöntunnar og lögun stjórnast af birtu í rýminu. Herba Stochia er uppskálduð planta sem er búin til með stærðfræðilegri forskrift sem hermir eftir kvíslun trjáa. Myndin er prentuð með bleki úr íslenskum krækiberjum, í teiknivél sem er búin japönskum skrautskriftarpenna.
HE007
70.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.