Frávik nr. 7
Ljósmynd, límd upp á ál/plast-plötu
50
x 40 cm
Verkið er hluti af ljósmyndaseríu sem kallast 14 Frávik sem tilheyrir stærra safni verka undir heitinu Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun eða A Few Thoughts on Photography. Verkið var sýnt á samnefndri sýningu í Hafnarborg í janúar 2022 og sýningin var hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.
Hallgerður er fædd 1984 í Reykjavík. Hún er með meistaragráðu í myndlist með áherslu á ljósmyndun frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk námi árið 2019. Hallgerður hefur farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center í Gautaborg, Listasavni Føroya, Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur. Ljósmyndabók hennar Hvassast kom út 2016 og 2018 gaf Pastel út ljóð-myndabókina Límkennda daga og var hún níunda verkið í ritröð útgáfunnar. Hallgerður hefur starfað sem myndlistarmaður, blaðakona, kennari og verkefnastjóri og býr og starfar í Reykjavík.
85.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.