Blæbrigði

, 2022

Skúlptúr

60

x 49 cm

Verkið er veggskúlptúr unnin úr hringlaga filt formum í ólíkum stærðum, sem eru máluð í mismunandi bláum litatónum og límd saman endurtekið. Úr verður lífrænt form. Formið er síðan mótað og þar á eftir er það hert. Verkið er í raun textílverk en með því að meðhöndla það og herða næ ég fram tilætlaðri mýkt í annars hörðum hlut sem í fljótu bragði gæti virðst af öðrum toga. Þrívídd býr til ljósbrot sem gerir það að verkum að litirnir breytast eftir því hvar ljósið fellur á yfirborðið.

Ég útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ vorið 2005 og með MFA-gráðu frá Konstfack listaakademíunni í Stokkhólmi vorið 2009. Síðan þá hef ég unnið bæði sem myndlistarmaður og hönnuður.

Upphafspunkturinn er að láta efnið ráða för. Það getur verið t.d. litur, áferð, ljósnæmi sem verður kveikjan og þaðan skoða ég og rannsaka. Ég vinn aðallega með þrívíða list og ljósmyndun.

Ég leitast eftir því að rannsaka eðli ólíkra efna og leyfa verkunum að taka á sig form út frá því. Mörg hver eiga það sameiginlegt að vera ljósnæm í eðli sínu.

Rannsóknin og framkvæmdin miðast út frá efninu sjálfu eða náttúru þess. Fagurfræði er mér hugleikinn og það að dansa á línu barokksins eða hinu glysgjarna. Efnin sjálf eru oft fjöldaframleidd í verksmiðjum og þau er helst að finna í byggingavöruverslunum. En við það að handleika þau út frá eðli þeirra og nátturulegri fegurð (kjarnanum) tek ég þau úr samhenginu sem þeim var ætlað að vera í og úr verður eitthvað allt annað og oft á tíðum vill uppruni þeirra og tilgangur verða óþekkjanlegur.

059

340.000 kr.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan. 

Email*
Nafn*
Skilaboð*
Skrá á póstlista?

FLEIRI VERK

Helga Sif Guðmundsdóttir

Tif
Akrýl, filt og resin
240.000 kr.
262
Flæði, detail-42e81659

Helga Sif Guðmundsdóttir

Flæði
Veggskúlptúr
58
x 70 cm
420.000 kr.
070
Spuni II-26aec285Spuni II, detail-e71967de

Helga Sif Guðmundsdóttir

Spuni II
Veggskúlptúr
30
x 35 cm
150.000 kr.
091
IMG-0901-599c07d5

Helga Sif Guðmundsdóttir

Þoka
Filt, resin
280.000 kr.
261
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI