Blæbrigði
Skúlptúr
60
x 49 cm
Ég útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá LHÍ vorið 2005 og með MFA-gráðu frá Konstfack listaakademíunni í Stokkhólmi vorið 2009. Síðan þá hef ég unnið bæði sem myndlistarmaður og hönnuður.
Upphafspunkturinn er að láta efnið ráða för. Það getur verið t.d. litur, áferð, ljósnæmi sem verður kveikjan og þaðan skoða ég og rannsaka. Ég vinn aðallega með þrívíða list og ljósmyndun.
Ég leitast eftir því að rannsaka eðli ólíkra efna og leyfa verkunum að taka á sig form út frá því. Mörg hver eiga það sameiginlegt að vera ljósnæm í eðli sínu.
Rannsóknin og framkvæmdin miðast út frá efninu sjálfu eða náttúru þess. Fagurfræði er mér hugleikinn og það að dansa á línu barokksins eða hinu glysgjarna. Efnin sjálf eru oft fjöldaframleidd í verksmiðjum og þau er helst að finna í byggingavöruverslunum. En við það að handleika þau út frá eðli þeirra og nátturulegri fegurð (kjarnanum) tek ég þau úr samhenginu sem þeim var ætlað að vera í og úr verður eitthvað allt annað og oft á tíðum vill uppruni þeirra og tilgangur verða óþekkjanlegur.
340.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.