Án titils (Uppgufað) IV / Untitled (Vaporized) IV
, 2019
Teikning á pappír
30
x 25 cm
Verkið er hluti af röð teikninga þar sem teiknað hefur verið uppúr öðru verki, vatnslitaverkinu Vikivaki. Þegar vatn, pappír og vatnslitur koma saman verður ummyndun sem birtist okkur þegar vatnið hefur gufað upp. Samspil þessara þátta framkallast sem form og blæbrigði lita, ljóss og skugga. Vatnið er hér hvati til hreyfingar og ummyndunar sem með tímanum lætur sig hverfa, en eftir standa ummerkin. Með því að teikna einstaka hluta vatnlistaverksins, ummerkin, leitast Karlotta eftir því að fanga þetta samspil.
Karlotta Blöndal (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur í mismunandi miðlum, allt frá teikningu, málun, útgáfu, umhverfisverka og gjörninga. Hún vinnur oft beint útfrá ákveðnum stað eða staðsetningu, áhrifa og merkingu þeirra. Verk hennar kanna mörk og blöndun vídda, þess andlega og efnislega, þess er tengist skynjunum og þess fræðilega. Karlotta útskrifaðist með M.A. í myndlist úr Listaháskólanum í Malmö 2002 og hefur verið starfandi síðan. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og listahátíðum hér á landi og erlendis. Hún hefur dvalið í ýmsum löndum í vinnustofu, staðið fyrir listamannareknum sýningarrýmum og útgáfu.
KJB001
160.000 kr.
FREKARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um verk eða listamann vinsamlega sendu okkur fyrirspurn með hnappinum hér að neðan.