Unfiled: Atli Bollason & Guðmundur Úlfarsson
Atli Bollason (f. 1985) er þræll í ríki hugmyndanna. Undanfarin ár hafa þær birtst í líki listaverka sem hverfast gjarnan um suð, truflanir, boðskipti og úrsérgengna miðlunartækni. Auk þess að gera myndlist sinnir hann ýmsum öðrum störfum á sviði menningar og lista svo sem kennslu, textagerð og viðburðastjórnun. Síðustu sýningar hans hafa verið í Spinnerei í Leipzig, Ásmundarsal, Gallerí Port og Norræna húsinu.
Guðmundur Úlfarsson (f. 1984) er menntaður grafískur hönnuður frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Hann er annar stofnenda letursmiðjunnar Or Type, einn skipuleggjenda listahátíðarinnar LungA auk þess sem hann hefur gefið út tónlist undir nafninu Good Moon Deer og verið með puttana í bæði hljóði og mynd með ýmsum sviðlistahópum.