Þorvaldur Þorsteinsson

Þorvaldur Þorsteinsson

Dorés bible illustration – II
Klippimynd
36
x 30 cm
ÞÞ002

Þorvaldur Þorsteinsson

Dorés bible illustration – III
Klippimynd
36
x 30 cm
ÞÞ003

Þorvaldur Þorsteinsson

Dorés bible illustration – IV
Klippimynd
36
x 30 cm
ÞÞ004

Þorvaldur Þorsteinsson

Collectors Item
Límband og blek á frímerkjablöð. Each frame is:
32.5
x 29 cm
ÞÞ005

Þorvaldur Þorsteinsson

Símaskrá á einu blaði
Silkiþrykk
ÞÞ009

Þorvaldur Þorsteinsson

Án titils
Vantslitir á pappír
30
x 24 cm
ÞÞ006

Þorvaldur Þorsteinsson

Án titils
Vantslitir á pappír
41
x 31 cm
ÞÞ007

Þorvaldur Þorsteinsson

Án titils
Vantslitir á pappír
42
x 31 cm
ÞÞ008
1-2-48f0b09f

Þorvaldur Þorsteinsson

Corrections
Arranged prints (Klippimynd)
36
x 30 cm
190.000 kr.
015
Þorvaldur (1960 – 2013) var afkastamikill listamaður og kennari sem nýtti sér flesta miðla í listsköpun. Auk þess að fást við myndlist samdi hann skáldsögur, leikrit, ljóð og tónlist og varð landsþekktur fyrir Vasaleikhúsið sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1991 og síðar sýnt í sjónvarpi. Skáldsaga hans, Skilaboðaskjóðan, sló einnig rækilega í gegn þegar hún kom út árið 1986 og var síðar færð í leikbúning og sýnd í Þjóðleikhúsinu sem söngleikur árið 1993 og 2013 og hefur Sinfóníuhljóðmsveit Íslands flutt tónlistina með sögufluttning síðast 2022. Fjórar bækur Þorvaldar um Blíðfinnur sem hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Borgarleikhúsið setti upp leikrit hans And Björk of Course. Hann hélt fjölmargar einkasýningar, jafnt á Íslandi sem erlendis, og tók þátt í alþjóðlegum samsýningum víða um heim. Myndverk hans hafa verið kynnt víða um heim á undanförnum árum en af þeim má nefna Ferðist frítt til Íslands á sýningunni Welcome to the Art World í Badischer Kunstverein í Karlsruhe, myndröðina Heimsóknartími í galleríum í Hollandi, Þýskalandi og á Íslandi og Sjónþing í Gerðubergi. Þorvaldur hefur skrifað mikið fyrir sjónvarp, útvarp og leiksvið auk bóka, má þar nefna Ég heiti Blíðfinnur, en þú mátt kalla mig Bóbó hlaut m.a. Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabók ársins 1998 var nú endurútgefin árið 2019, allar bækurnar í eina bók. 2018 voru settar upp þrjár einkasýningar í Antwerpen Belgíu, Nútímasafn Antwerpen MHKA, Trampoline Gallery og Paris, Texas Exhibition space og hafa verk hans einnig tekið þátt í fjölda samsýninga á íslandi og erlendis. Hljómplatan Ósómaljóð var frumflutt á Listahátíð Reykjavíkur 2015  þar sem tónlist og textar eftir Þorvald var flutt af Megasi, Skúla Sverrissonar og hljómsveit, útgáfan gefin út af Mengi, einkasýning af nýjum verkum sett upp í Hverfisgallerí í tilefni þess. Leikritið Engillinn var settur upp í Þjóðleikhúsinu árið 2019-2020. Yfirlitssýningin Lengi skal manninn reyna var opnuð ágúst 2020 á Listasafninu á Akureyri sem stóð fram að vori 2021. Yfirlitssýningin var síðan flutt til Reykjavíkur, Hafnarborg haustið 2021. „Til að kanna veruleikaskyn gesta sinna býður listamaðurinn þeim upp á sérstaka lyfjameðferð innan sýndarveruleikans. Með hennar hjálp munu þeir skilja verk annarra listamanna dýpri skilningi og jafnframt njóta þeirrar ómældu fegurðar sem veruleikinn einn getur boðið upp á. Ofskynjanir í sýndarveru eru nefnilega grunsamlega líkar hversdagsleika reglumannsins.“ Þorvaldur þorsteinsson
Þorvaldur
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI