Studio Miklo
Studio Miklo er hönnunarteymi stofnað í byrjun árs 2022 af hönnuðunum Helgu Björk Ottósdóttur og Hjördísi Gestsdóttur. Studio Miklo vinnur á mörkum myndlistar og hönnunar og er ferlinu leyft að ráða ferðinni á milli mismunandi efnisheima hverju sinni. Helstu viðfangsefni eru keramik og textíll.
Helga Björk Ottósdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl frá Glasgow School of Art 2017.
Hjördís Gestsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands 2011 og lauk diplómanámi í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík 2016.
