Sindri Leifsson

Sindri Leifsson er fæddur árið 1988 í Reykjavík. Hann lauk MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Einföld tákn og umbreyting efniviðarins eru endurtekin skref í verkum Sindra en umhverfi og samfélag koma gjarnan við sögu. Efnin fá oftar en ekki að standa sjálfstæð og hrá í bland við mikið unna og slípaða fleti. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðustu ár og má þar m.a. nefna einkasýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal, Veit andinn af efninu? í Nýlistasafninu, Skúlptúr / Skúlptúr í Gerðarsafni, Munur í Skaftfelli, Hringrás í BERG Contemporary og #KOMASVO í Listasafni ASÍ. Verk Sindra má finna í safneignum Listasafns Íslands, Listasafns ASÍ og Nýlistasafnsins ásamt einkasöfnum.

Myndlist

besta2-831c546f

Mahóní, birkikrossviður, messing, olíulakk

22 x
14 cm
120.000 kr.
SL001

1 in stock

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.