Sigga Soffía

Sigga Soffía vinnur á mörkum listforma og er heilluð af  mismunandi miðlun á dansi. Síðustu ár hefur hún leitar leiða til að túlka dans í mismunandi formum nú síðast í ljósmyndum og garðrækt. Verkefnið Eldblóm dansverk fyrir flugelda og flóru opnaði á Listahátíð 2020 og er hægfara flugeldasýning blóma sem er nú fáanleg með gjafabréfi. Ljósmyndaserían “Frá fræi til flugelda” var unnin í samvinnu við ljósmyndarann Marino Thorlacius.
Sigga Soffía hefur starfað sem sjálfstæður danshöfundur og dansari frá útskrift frá LHÍ 2009. Hún hefur samið fyrir dansflokka hérlendis og erlendis. Sigga Soffía er þekktust fyrir flugeldasýningar og verkin Svartar Fjaðrir (Þjóðleikhúsið 2015), og Stjörnubrim og himinninn Kristallast (Borgarleikhúsið fyrir Íslenska dansflokkinn. Sigga Soffía var listrænn stjórnandi flugeldasýningar Menningarnætur 2013-2015 og aftur 2021 og samdi opnunarflugeldasýningu La Merche hátíðarinnar í Barcelona 2017.

Myndlist

Væntanlegt

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.