Selma Hreggviðsdóttir

Selma Hreggviðsdóttir

Hraun úr Fagradalsfjalli 28.07.2021
Bleksprautuprent á SIHL Masterclass Satin Baryta.
33
x 49 cm
145.000 kr.
SH003
Selma Hreggviðsdóttir útskrifaðist með MFA gráðu frá Glasgow school of Art árið 2014 og með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og meistaragráðu í listkennslufræðum árið 2021 frá LHÍ. Hún hefur sýnt ötullega hér heima og víða erlendis og var hún tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021. Selma hefur meðal annars sýnt í Kling and Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Civic Room Glasgó, Nýlistasafnið Reykjavík, Listasafni Akureyrar, Space 52 Aþenu og Klingental Basel. Selma gekk til liðs við Kling og Bang eftir að hún útskrifaðist 2010 og hefur unnið og staðið að ýmsum útgáfum og öðrum sýningartengdum verkefnum samhliða. Á meðal þeirra verkefna má nefna að hún var einn ritstjóri Endemis sjónrit um samtímalist Íslenskra kvenna og hefur stýrt sýningum í Listasafni Akureyrar og Gerðarsafni og stýrt framlögum Kling og Bagn til Listahátíðar árið 2018 og 2020. Hún var co-ordinator í Center for Architecture and Design í Skotlandi og sat í stjórn Sequences Real time Art Festival (2018 til 2020). Selma hefur starfað sem studnarkennari í Listaháskóla íslands og Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Selma Hreggviðsdóttir
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI