Saga Sigurðardóttir
Saga Sigurðardóttir (f. 1986) lærði ljósmyndun í London og starfaði þar í sjö ár. Nú býr hún í Reykjavík þar sem hún starfar sem ljósmyndari, leikstjóri, myndlistamaður og kennari við Ljósmyndaskólann. Ljósmyndir Sögu hafa verið birtar um allan heim, en hún hefur unnið fyrir Apple, Nike, Vogue, Dazed and Confused til að mynda. Hún hefur unnið með listamönnum á borð við Björk, M.I.A og Patrick Wolf. Árið 2014 var Saga valin ásamt 9 örðum ljósmyndurum til að sýna verk á sýningunni 10×10 í höfuðstöðvum þeirra í Wetzler í Þýskalandi. Saga er einnig þekkt fyrir abstrakt málverk sín sem hún hefur undanfarin ár þróað.
