Prins Póló
Prins Póló er listamannsnafn Svavars Péturs Eysteinssonar. Svavar er fæddur árið 1977 og ólst upp í Breiðholti. Hann lærði Grafíska hönnun í LHÍ og hefur fengist við tónlist, myndlist, ljósmyndun, hönnun og ýmiskonar frumkvöðlastarf og nýsköpun auk þess að stunda búskap austur á fjörðum. Hann hefur verið virkur sem viðburðahaldari og skipulagt fjölmarga tónleika og myndlistarsýningar auk þess að setja upp sýningar með eigin verkum.
