Kristinn Már Pálmason

No data was found
Kristinn Már Pálmason er fæddur í Keflavík 1967, býr og starfar í Reykjavík og hefur einnig búið, unnið að myndlist og haldið sýningar í Vínarborg. Hann stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1990 -94 og The Slade School of Fine Art, University College London 1996 –98 (MFA). Kristinn Már á að baki yfir 20 einkasýningar auk þátttöku í samsýningum og samvinnuverkefnum hér heima og erlendis. Hann hefur komið að ýmiskonar menningarstarfsemi og er t.a.m. annar stofnenda og sýningastjóri Anima gallerís í Reykjavík 2006 –2008 og einn af stofnendum og stjórnarmeðlimum Kling & Bang gallerís. Kristinn Már hefur í seinni tíð átt beint samstarf og unnið sýningar með öðrum myndlistarmönnum t.d. Halldóri Ragnarssyni og Anton Herzl. Til hliðar hefur Kristinn Már unnið að raftónlist sjálfstætt og í samstarfi við Baldur J. Baldursson hljóðhönnuð og tónskáld síðan 1999. Kristinn Már hefur á ferli sínum prófað mismundandi aðferðir og unnið með ólíka stíla innan ramma málverksins og utan, þar má nefna abstrakt, mónókróm og fígúratíft, innsetningar, hljóðverk, gagnvirk verk, veggmálverk, skúlptúr ofl. Núverandi stíll Kristins Más er að mörgu leiti afsprengi þessarar fjölbreyttu nálgunar, bæði í efnislegum sem og hugmyndafræðilegum skilningi.
Kristinn Már
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI