Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir (f.1982) Starfar bæði í Reykjavík, Isl og Antwerpen, Be. Jóhanna lauk M.A námi frá málaradeild KASK, Gent (2013) og postgratuate frá HISK, Gent (2015). Starfar hún nú sem prófessor í Innsetningar deild KASK í Gent, Belgiu. Hefur Jóhanna sýnt verk sýn víðsvegar erlendis og hérlendis.
Hún fæst iðulega við margþættar innsetningar þar sem hún fléttar saman ólíkum miðlum, svo sem hefðbundnum málverkum, viðarskúlptúrum, vídeóverkum og textum. Í verkum hennar má finna óhlutbundnar birtingarmyndir á ljóðrænni tjáningu út frá því formræna tungumáli sem hún hefur skapað sér. Einstök leikgleði ríkir í verkum Jóhönnu sem eiga jafnt í samtali við samtímann sem og listasöguna.