Jeanine Cohen

Jeanine Cohen er fædd árið 1951 í Brussel í Belgíu þar sem hún býr og starfar. Hún lærði við La Cambre School of Visual Art(ENSAV) í Brussel.

Í byrjun ferils síns vann Jeanine akrílmálverk á striga en frá árinu 2000 hefur hún að mestu fengist við tilraunir með mismunandi efni eins og pólýester, pólýprópýlen og við í stað strigans. Í verkum hennar má gjarnan finna sjálflýsandi, bjarta litir sem virðast eins og uppspretta ljóss sem hafa áhrif á sjónræna upplifun áhorfandans.

Verkin hennar vísa til ramma án þess að nota striga og má skoða sem eins konar arkitektúr ljóss og lita. Í augum Jeanine er málverkið rannsókna- og tilraunavettvangur á þremur breytum: beitingu málningar, tengsl á milli lita og ljós og afmörkun á myndrænu yfirborðinu.

Verk Jeanine Cohen hafa verið sýnd í söfnum og galleríum víða í Evrópu, bæði á einkasýningum og samsýningum svo sem í Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal, Póllandi, Belgíu, Sviss, hér á Íslandi auk Ísrale og Bandaríkjunum. Verk hennar eru í eigu stofnanna, fyrirtæki og einkaaðila víða um heim auk þess sem hún hefur gert staðbundin verk fyrir ýmis söfn, stofnanir og einkaaðila.

Myndlist

Væntanlegt

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.