Halldór Eldjárn
Halldór Eldjárn er listamaður þvert á listgreinar en hann sameinar tónlist, tækni og hönnun í verkum sínum. Árið 2020 sýndi Halldór í Gryfjunni í Ásmundarsal verkin Plöntuprentari og Herba Stochia I, en þau verk takast á við tölvugerða náttúru. Plöntuprentarinn er vél sem framleiðir mynd af hengiplöntu á strimil, en stærð plöntunnar og lögun stjórnast af birtu í rýminu. Herba Stochia er uppskálduð planta sem er búin til með stærðfræðilegri forskrift sem hermir eftir kvíslun trjáa. Myndin er prentuð með bleki úr íslenskum krækiberjum, í teiknivél sem er búin japönskum skrautskriftarpenna.
