Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir & Rakel McMahon

Eva Ísleifs, Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir & Eva Ísleifs

Tiny planet
Prent
31
x 43 cm
75.000 kr.
EKR01
It´s the media not you! er samstarfsverkefni Evu Ísleifs, Rakelar McMahon og Katrína Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur en þær hófu samstarf árið 2015. Þær hafa verið virkir þátttakendur í íslensku myndlistarlífi síðastliðin áratug sem og í listasenunum í Aþenu, Edinborg, Berín og New York þar sem þær hafa búið og stundað nám. Katrín Inga hlaut viðurkenningu Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017); Dungal viðurkenninguna (2012); námsstyrk úr Guðmundu Andrésardóttur sjóðnum (2013); og Fulbright námstyrk (2012). Katrín Inga lauk MFA námi við School of Visual Arts í New York (2014); hún skartar BA gráðu í listfræði, með ritlist sem aukafag frá Háskóla Íslands (2012); og BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2008). Eva Ísleifs er fædd í Reykjavík 1982. Hún hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 hlaut hún MFA gráðu í Skúlptúr  frá Listaháskólanum í Edinborg í Skotlandi.  Eva býr og starfar í Reykjavík og Aþenu á Grikklandi en hún er ein af stofnendum og stjórnendum A – DASH (www.a-dash.space) sem er sýningarými og vinnustofur listamanna í Aþenu í Grikklandi en hún rekur það ásamt Z. Hatzyiannaki og Noemi Niederhauser. Rakel McMahon (IS) (f.1983) býr og starfar í Reykjavík og Aþenu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í Hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014. Rakel hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og erlendis. Viðfangsefni og verk Rakelar hverfast oftar en ekki í kringum kyn, kynhlutverk, kynhneigð, staðalímyndir og samfélagslegum valdastrúktúr. Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (f. 1982) vinnur sína sköpun gegnum alla miðla nútímasamfélagins. Ef núverandi miðlar henta ekki verkinu þá skapar hún sína eigin, svo list hennar komist fullkomlega til skila. Kerfisleg fyrirbæri eru henni hugleikin og spila oftar ekki aðal rulluna í hennar sjónrænu heimspeki. Hugarfarsbreyting á gildismati ástar- og kynvitundar rís hátt, sett fram á nýfrjálsum grunni þar sem gagnrýnin hugsun tilheyrir hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar er þungavigt við útrýmingu hinnar endalausu hringrásar pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum.
thefemininesublime_20195-low-1024x683
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI