Bjarki Bragason

Bjarki Bragason (f. 1983) nam myndlist við Listaháskóla Íslands, Universität der Künste Berlin og lauk MFA námi frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2010. Í verkum sínum fjallar Bjarki gjarnan um árekstra í tíma, og rekur breytingar í gegn um skoðun á samskeytum tímabila, í jarðfræði, plöntum og arkitektúr. Bjarki hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum alþjóðlega. Meðal einkasýninga má telja Past Understandings í Kunsthistorisches Museum, og Desire Ruin í Naturhistorisches Museum í Vínarborg, The Sea í Schildt Stofnuninni í Tammisaari og Hluti af hluta af hluta í Listasafni ASÍ. Meðal nýlegra samsýninga eru RÍKI: flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur, Imagine the Present í St. Paul St. Gallery, Auckland og Infrastructure of Climate í Human Resources, Los Angeles. Bjarki hefur stýrt sýningum og tekið þátt í listrannsóknarverkefnum í samstarfi við myndlistarmenn, arkitekta, fornleifafræðinga og jarðvísindamenn. Bjarki er lektor og fagstjóri BA náms við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Myndlist

Gróður, pappír, timbur, gler
68.6 x
97.5 cm

SELT

Gróður, pappír, timbur, gler
68.6 x
97.5 cm

SELT

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.