Auður Ómarsdóttir

Auður Ómarsdóttir

Bláhimnahattur
Oil on canvas, artist made frame
65
x 55 cm
190.000 kr.
267

Auður Ómarsdóttir

Rauðhimnahattur
Oil on canvas, artist made frame
65
x 55 cm
190.000 kr.
268

Auður Ómarsdóttir

The beginning
Prent
50
x 40 cm
30.000 kr.
389

Auður Ómarsdóttir (f. 1988) vinnur myndlist sína í blandaða miðla með málverkið í miðpunkti, en líkamleiki og eftirtektarsemi spila stóra rullu í sköpunarferli hennar. Verk hennar eru innblásin af persónulegum atburðum, þáttum í nærumhverfi hennar og internetinu, sem Auður yfirfærir í myndrænt tungumál, og virðist um leið endurspegla viðleitni til að knýja fram harmóníu í heimi andstæðna. Hún vinnur meðvitað þvert á stíla, vísar í listasöguna sem og meginstrauminn, sem hún nálgast af kímni og innsæi. Með þversögnina að vopni innan vinnuferlis síns, hendir hún reiður á tilviljanakennda veröld og tekst á við upplýsingamiðlun, afbökun raunveruleikans og almenna fjölmiðlun. Má þar greina síendurtekin sagnaminni í verkum Auðar, þar sem mörk raunveruleika og afþreyingar, hins persónulega og opinbera verða óskýr og hverfa jafnvel alveg á tíðum.

Auður hefur verið virk í sýningarhaldi hérlendis og erlendis síðastliðinn áratug. Auður hlaut BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og MA gráðu frá Listaháskólanum í Bergen 2021. Auður var tilnefnd til hvatningarverðlauna Myndlistarverðlauna Íslands 2018 og situr í stjórn Nýlistasafnsins.

Auður Ómars_0003_Layer 2
Shopping Cart

Hafir þú spurningar um myndlistarráðgjöf, einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að senda okkur tölvupóst á netfangið listval@listval.is eða fylla út formið hér að neðan.

Nafn*
Netfang*
Skilaboð
Vantar þig hugmynd að nýjum verkum? Aðstoð við upphengi? Eða almenna ráðgjöf?

LISTVAL @ HARPA

LISTVAL @ GRANDI