Antonía Bergþórsdóttir

Antonía Bergþórsdóttir f.95 Leirkerasmiður, stofnandi og rekstrarstjóri FLÆÐI listgallerí, stofnandi Samferða | Ingerlaagatiiginneq, situr í stjórn MÁL/TÍÐ matarviðburða og er partur af tvíeykinu Augnablikin. Antonía rekur rætur sínar austur á Berunes í Berufirði þar sem hún varðveitti miklum tíma ein sem barn í náttúrunni og lét sér leiðast. Uppúr því kviknaði forvitni á öllu því sem leynist í hólum og hæðum og nýtir hún þessa barnslegu forvitni varðandi nærumhverfið í listsköpun sinni í dag. Fann hún leir á heimahögum sínum og yrkir landið á ný.

Hún sótti í nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík við Leirkerasmíði og útskrifaðist sumarið 2020. Í starfsnámi í Frakklandi 2019 lærði hún Gifsmótagerð og hönnun. Hefur hún haldið fjölda einkasýninga, samsýninga og viðburða hérlendis sem og erlendis. Síðastliðin þrjú ár hefur hún heimsótt Grænland og rannsakað jökulleir og önnur jarðefni þar sem hún ýtir undir sjálfbærni í iðju og leitar í nærumhverfið og úrgang úr framleiðslum til að beturumbæta muni. Stofnaði hún samstarfsverkefnið Samferða | Ingerlaagatiiginneq í samráði við Lena Olsen leirkerasmið og Maliina Jensen dansara í Nuuk 2020. Markmið verkefnisins er að mynda nýstárleg samskipti á milli Grænlands og Íslands í formi fjölfaglegra innsetninga, viðburða, námskeiða næst á dagskrá er þátttaka verkefnisins í Listahátíð Reykjavíkur sumarið 2022.

Myndlist

, 2021

Keramik

55.000 kr.

Keramik

14 x
10.5 cm
75.000 kr.
AB002

1 in stock

Keramik

7 x
8 cm
35.000 kr.
AB003

SELT

Hafir þú spurningar um einstaka verk eða í leit af verki eftir ákveðinn listamann ekki hika við að hafa samband. Við erum í samstarfi við fjöldann allan af listamönnum og helstu galleríin á Íslandi.

Listval veitir ráðgjöf við vali á listaverkum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

Listval, Austurbakki 2, 101 Reykjavík.

Elísabet Alma Svendsen

(+354) 694-6048
elisabet@listval.is

Helga Björg Kjerúlf

(+354) 693-3742
helga@listval.is

Póstlisti

Við sendum þér fréttir af listalífinu og því sem er að gerast hjá Listval hverju sinni.