Antonía Bergþórsdóttir
Antonía Bergþórsdóttir f.95 Leirkerasmiður, stofnandi og rekstrarstjóri FLÆÐI listgallerí, stofnandi Samferða | Ingerlaagatiiginneq, situr í stjórn MÁL/TÍÐ matarviðburða og er partur af tvíeykinu Augnablikin. Antonía rekur rætur sínar austur á Berunes í Berufirði þar sem hún varðveitti miklum tíma ein sem barn í náttúrunni og lét sér leiðast. Uppúr því kviknaði forvitni á öllu því sem leynist í hólum og hæðum og nýtir hún þessa barnslegu forvitni varðandi nærumhverfið í listsköpun sinni í dag. Fann hún leir á heimahögum sínum og yrkir landið á ný.
